top of page

Samþykktir Nýrrar Dögunar

Ný dögun, stuðningur í sorg Samþykktir

1. gr.

Félagið heitir Ný dögun, stuðningur í sorg. Heimili þess og varnarþing er á heimili gjaldkera hverju sinni. Kennitalan er 441091-1689. 

 

2. gr.

Tilgangur félagsins er að styðja syrgjendur og þá sem vinna að velferð þeirra.

 

3. gr.

Tilgangi sínum hyggst félagið ná:

 • með almennri og sértækri fræðslu um sorg og sorgarviðbrögð.

 • með starfsemi stuðningshópa fyrir syrgjendur á grundvelli sálgæslu og jafningjafræðslu.

 • með þjálfun stuðningsaðila.

 • með því að stuðla að bættri þjónustu við syrgjendur á Íslandi.

Félagið veitir ekki sérhæfða meðferð eða áfallahjálp.

 

4. gr.

Félagið er öllum opið.

 

5. gr.

Aðalfund skal halda árlega, fyrir 1. júní, og skal boða til hans með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Aðalfundur er löglegur sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

 2. Formaður kynnir og leggur fram skýrslu stjórnar til samþykktar.

 3. Gjaldkeri skýrir og leggur fram árseikning, með áritun tveggja skoðunarmanna, til samþykktar. Reikningsár er almanaksárið. Með ársreikningi skal fylgja staðfest bankaafrit um greidd félagsgjöld á almanaksárinu

 4. Lagabreytingar.

 5. Ákvörðun félagsgjalds.

 6. Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga.

 7. Önnur mál.

 

6. gr.

Stjórn félagsins skal skipuð sjö félagsmönnum, formanni og sex meðstjórnendum, kjörnum á aðalfundi til tveggja ára í senn. Einnig er heimilt að kjósa allt að tvo varamenn til tveggja ára í senn. Skoðunarmenn reikninga skulu kosnir til tveggja ára í senn. Stjórnin skiptir með sér verkum og fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til funda.

 

7. gr.

Ef rekstrarafgangur/hagnaður er af starfsemi félagsins skal honum varið í samræmi við tilgang félagsins.

 

8. gr.

Ef stjórnin ákveður að leggja félagið niður skal hún rökstyðja og leggja ákvörðunina fram skriflega fyrir aðalfund og boða að slitin taki gildi ári síðar. Að því ári liðnu ræður einfaldur meirihluti atkvæða hvort af slitunum verður. Ef þá er samþykkt að leggja félagið niður skulu eignir þess, ef einhverjar eru, renna til góðgerðarsamtaka sem vinna í þágu syrgjenda á Íslandi.

 

9. gr.

Lögum þessum má breyta á aðalfundi. Tillögur til lagabreytinga skal senda stjórn hálfum mánuði fyrir boðaðan aðalfund. Til lagabreytinga þarf 2/3 atkvæða fundarmanna.

bottom of page